Þurfti virkilega tvö sjálfsvíg til?

Ég varð pínulítið sjokkuð eftir að hafa lesið þessa frétt. Sorglegt að tvö ungmenni skuli ekki sjá neina lausn á lífinu nema að slútta því :(
Til að byrja með vil ég votta samúð mína með fjölskyldum, vinum og öðrum aðstandendum þessa ungmenna.

En það sem ég skil ekki er að það þurfi tvö sjálfsvíg til að yfirvöld hvetji fólk til að huga að líða barna.
Það er kreppa, það er bara staðreynd, og hvort sem þú ert í vandræðum eða ekki þá hefur þetta áhrif á börnin.
Margir eru búnir að missa vinnuna, bílana, húsnæðin - og auðvitað hefur þetta stór áhrif á börnin okkar, og jafnvel vini barna okkar.

Það þarf engan stjörnufræðing til að segja manni þetta. Fólk á bara að vita þetta.
Það á ekki að þurfa að lesa þessa frétt til að fólk fylgist með líðan hjá börnunum sínum....það Á bara að gera það, kreppa eða ekki kreppa.


Auðvitað verða alltaf tilfelli því miður, það getur ekki alltaf öllum liðið vel - sama hvað fólkið í kringum mann er æðislegt. Og sumir eru bara mjöf klárir í að fela tilfinningar sínar og myndi ekki með nokkuru móti reyna að fá hjálp... :(


Ég bið að minnsta kosti fyrir þessum ungmennum og fjölskyldum þeirra, þetta er svo skelfilega sárt :(


mbl.is Skólayfirvöld og foreldrar vaki yfir líðan barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ást á facebook" frétt á Pressunni - vangaveltur...

Jæja, ég var að skoða Pressuna og rakst á þessa frétt um það hvort ætti að koma á undan "ég elska þig" ða skrá sig í samband á facebook.
Mér til mikillar furðu voru flestir á því að tilkynning um samband á facebook ætti að koma á undan.

Hversvegna? Erum við orðin svona háð því að tilkynna allt lífið okkar á netinu?
Ég persónulega er skráð í sambandi á facebook, en ég skráði mig ekki í samband fyrr en ég var viss um að ég elskaði kærasta minn og hann mig...

Hversu neyðarlgt væri það ef þú værir að hitta einhvern og myndir svo skrá þig í samband en hinn aðilinn væri ekki á sama plani? Ekki spyr maður "eigum við að skrá okkur í sambandi á facebook"...eða hvað?

Reyndar, ef kærastinn hefði ekki sett þetta inn hjá sér þá væri ég líklega ekki með þessar upplýsingar sýnilegar. Ég ætti ekki að þurfa þess því mér finnst facebook bara eiga að vera fyrir fólk sem þekkir þig nægilega vel til að vita hvort þú sért í sambandi eða ekki....

En svo er líka líklegt að fólk segi "ég elska þig" eftir 2-3 deit....trúlofað eftir 4 mánuði og hætt saman eftir ár. Eða amk hjá yngri kynslóðunum....


En þá er það spurning, hvort finnst þér að eigi að koma á undan? :)



Höfundur

Eva Rós Hauth
Eva Rós Hauth
Ég hef mínar skoðanir og mitt að segja, en ég tek það fram að það eru einungis mínar skoðanir, ekki alhæfingar!

Færsluflokkar

Eldri færslur

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Tónlistarspilari

Daughtry - Life After You

Nýjustu myndir

  • ...usic_nolife

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband