Þurfti virkilega tvö sjálfsvíg til?

Ég varð pínulítið sjokkuð eftir að hafa lesið þessa frétt. Sorglegt að tvö ungmenni skuli ekki sjá neina lausn á lífinu nema að slútta því :(
Til að byrja með vil ég votta samúð mína með fjölskyldum, vinum og öðrum aðstandendum þessa ungmenna.

En það sem ég skil ekki er að það þurfi tvö sjálfsvíg til að yfirvöld hvetji fólk til að huga að líða barna.
Það er kreppa, það er bara staðreynd, og hvort sem þú ert í vandræðum eða ekki þá hefur þetta áhrif á börnin.
Margir eru búnir að missa vinnuna, bílana, húsnæðin - og auðvitað hefur þetta stór áhrif á börnin okkar, og jafnvel vini barna okkar.

Það þarf engan stjörnufræðing til að segja manni þetta. Fólk á bara að vita þetta.
Það á ekki að þurfa að lesa þessa frétt til að fólk fylgist með líðan hjá börnunum sínum....það Á bara að gera það, kreppa eða ekki kreppa.


Auðvitað verða alltaf tilfelli því miður, það getur ekki alltaf öllum liðið vel - sama hvað fólkið í kringum mann er æðislegt. Og sumir eru bara mjöf klárir í að fela tilfinningar sínar og myndi ekki með nokkuru móti reyna að fá hjálp... :(


Ég bið að minnsta kosti fyrir þessum ungmennum og fjölskyldum þeirra, þetta er svo skelfilega sárt :(


mbl.is Skólayfirvöld og foreldrar vaki yfir líðan barnanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Esmar Kristmundsson

Þetta er vandamálið:

"Starfsmenn skólans reyni að vera vakandi en hættan sé sú að vanlíðan barnanna fari leynt." eins og stendur í greinini.

Það er erfiðara að hafa augu á börnunum og sjá nákvæmlega hvað er í gangi heldur en margir halda. Börn eru engin excel rit, það er ekki hægt að sjá "Nú, hann er með 10% sjálfsmorðspælingar... ".

"Þurfti virkilega tvö sjálfsvíg til?" er frekar dramatískt. Þessu fólki stendur ekki á sama og hugsar svo allt í einu "Sjitt, tvö börn? Það er takmarkið! Nú getum við gert eitthvað!" heldur eru þau að reina sitt besta. Nútíma skólar eru ekki gömlu soviet-stæl byggingarnar með ekkert nema aga og "gefum skít í börnin" attitúd. Fólk fer ekki þangað í vinnu einungis til að vera heiladautt allann sólarhringinn.

Þetta eru hræðilegir atburðir. Tvö börn eru alltof mikið en kalda staðreindin er sú að þetta eru líklega ekki einu börnin sem hafa nokkurntíman framið sjálsmorð og þetta eru ekki þau síðustu. Það að reina að hafa minnstu áhrif á krakka sem líður illa og íhuga sjálfsmorð er eins og að reina að hreyfa hús.

En það er alltaf auðvelt að kvarta með bloggfærslu ;)

Kristinn Esmar Kristmundsson, 12.3.2010 kl. 13:07

2 Smámynd: Eva Rós Hauth

Auðvitað átti ég nú ekki við um það að fólki stæði á sama - heldur að það þurfti tvö sjálfsvíg hjá ungmennum til, til að það yrði ienhverskonar áróður ef það má kalla.

Ég veit um nokkur ungmenni sem hafa farið þessa leið og aldrei var spáð í að ræða einu sinni við samnemendur ofl. Og því segi ég að það hafi virkilega þurft tvö til með stuttu millibili.

Og bara þessi ábending til foreldra að fylgjast með.....eigum við sem foreldrar ekki alltaf að gera það? óháð því hve margir hafa fyrirfarið sér á árinu?


Annars finnst mér alltaf gott að kvarta með bloggi. Ég þekkti einn nákominn mér sem fór þessa leið og það er alveg skelfileg lífsreynsla....en þessi ábending mætti og ætti bara að vera komin löngu fyrr.

Eva Rós Hauth, 12.3.2010 kl. 16:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva Rós Hauth
Eva Rós Hauth
Ég hef mínar skoðanir og mitt að segja, en ég tek það fram að það eru einungis mínar skoðanir, ekki alhæfingar!

Færsluflokkar

Eldri færslur

Okt. 2024

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Tónlistarspilari

Daughtry - Life After You

Nýjustu myndir

  • ...usic_nolife

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband